Aðalfundur Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins 26. október kl. 15.00

Aðalfundur SPIV þann 26. október í Reykjavík

Miðvikudaginn 26. oktober heldur Spænsk-íslenska viðskiptaráðið aðalfund sinn í Borgartúni 35. Aðalfundurinn hefst kl 15.00 og verða á fundinum hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórn ráðsins leggur til tvær breytingar á samþykktum félagsins.

17. gr. orðist eftirleiðis þannig:
Reikningsár félagsins er frá 1. apríl til 31. mars ár hvert.

Nýr málsliður bætist við 13. gr.:
Formaður félagsins kemur fram fyrir hönd félagsins í samstarfi millilandaráða á vettvangi Viðskiptaráðs Íslands. Atbeina stjórnar þarf ekki til ákvarðana formanns á þeim vettvangi.


Fundarmál: Íslenska eða enska
Heimilfang: Borgartún 35, Hús atvinnulífsins, 105 Rvk.

Að loknum hefbundnum aðalfundarstörfum mun Guðný Káradóttir, forstöðumaður sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu kynna fyrir okkur þau markaðsverkefni sem eru í Suður Evrópu og hafa það markmið að efla samkeppnisstöðu og auka verðmætasköpun saltaðra þorskafurða frá Íslandi. 

 

Skráning - Smelltu hér