Styrkir úr þróunarsjóði EFTA

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið vill vekja athygli félaga sinna á að nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði EFTA rannsókna- og tækniþróunarverkefna á sviði umhverfismála og loftslagsbreytinga, þ.m.t. endurnýjanlegrar orku og betri orkunýtni. Einungis spænsk fyrirtæki geta sótt um styrk, en við mat á umsóknum er heimilt að veita aukið vægi verkefnum sem eiga í samstarfi við eða vilja koma á tengslum við EFTA-ríkin sem aðild eiga að EES, þ. á m. íslenska aðila. Ástæða er til að vekja athygli íslenskra fyrirtækja á að stofna til samstarfs við spænsk fyrirtæki og skapa viðskiptatækifæri á Spáni.