Arnaldur Indriðason hlaut RBA bókmenntaverðlaunin

Tilkynnt var um verðlaunin á blaðamannafundi á Spáni í morgun. RBA Novela Negra-verðlaunin eru alþjóðleg glæpasagnaverðlaun sem veitt eru árlega fyrir óútgefna bók. Valið er úr tugum handrita frá ýmsum löndum sem send eru inn undir dulnefni. Arnaldur sendi handrit að bókinni inn í keppnina undir dulnefninu „Stephan“.

Forseti Katalóníu, Artur Mas, afhendir verðlaunin með viðhöfn í kvöld að viðstöddum borgarstjóra Barcelona, Xavier Trias, og fjölda annarra gesta. Fyrri handhafar verðlaunanna eru m.a. Michael Connelly, Patricia Cornwell, Philip Kerr, Andrea Camillieri, Harlan Coben o.fl.

sjá meira hér