Friðrik Steinn Kristjánsson nýr formaður

Friðrik Steinn Kristjánsson, stjórnarformaður Invent Farma hefur verið kjörin formaður Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins. Tók hann við á aðalfundi nýverið af Sigríði Á. Andersen sem hafði verið formaður síðustu fjögur árin. Eru henni færðar þakkir fyrir störf í þágu ráðsins liðin ár, en hún mun sitja áfram í stjórn SPÍS.