Spánskir menningardagar Kópavogsbæjar

Kópavogsbær stendur fyrir Spænskri menningarhátíð dagana 2.-9. október í samvinnu við lista- og menningarstofnanir í Kópavogi og fleiri samstarfsaðila. Þar verður í boði fjölbreytt og spennandi dagskrá, m.a. flamenco, spænsk tónlist, myndlistarsýning, málþing og fræðsluerindi um spænska menningu, forsýning á nýjustu kvikmynd Pedro Almodóvar, kynning á spænskum bókmenntum, fjölskylduhátíð og margt fleira. Á spænskri menningarhátíð gefst fólki kostur á að kynnast fjölbreyttri og áhugaverðri menningu Spánverja en heimsþekktir listamenn koma fram á hátíðinni.

Sjá nánar á www.kopavogur.is.